Þjónusta
Íslenskir pípulagnaverktakar ehf. þjónusta viðskiptavini eftir bestu getu.
Hjá fyrirtækinu starfar öflugur og fær hópur fagmanna með mikla reynslu af bæði stórum og smáum verkefnum.
Starfssvið fyrirtækisins er alhliða lagnaþjónusta, og bjóðum við upp á víðtæka og trausta pípulagningaþjónustu fyrir ólíkar þarfir.
Almenn pípulagningavinna
Við tökum að okkur alla almenna pípulagningavinnu, hvort sem verkefnin eru fyrir einstaklinga, verktaka eða fyrirtæki.
Við leggjum áherslu á fagmennsku, gæði og áreiðanleika í öllum verkum, smáum sem stórum.
Þjónustusamningar
Fyrirtækið gerir þjónustusamninga við stærri fasteignaeigendur, bæjarfélög, stofnanir og fyrirtæki.
Reglubundið eftirlit og viðhald tryggir örugg og endingargóð pípulagnakerfi.
Sprinkler
Við tökum að okkur þjónustu, viðgerðir og reglubundið eftirlit með sprinklerkerfum.
Öruggt og rétt stillt sprinklerkerfi er lykilatriði í brunavörnum – og við tryggjum að kerfin standist allar kröfur.